Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar, þar sem kemur fram að ökumaður reiðhjólsins hygðist leita sjálfur á heilsugæslu ef þess reyndist þörf. Ekki liggur fyrir hve alvarlega ökumaður rafskútunnar reyndist slasaður.
Þá var tilkynnt um annað umferðarslys í hverfi 108. Ekki urðu slys á fólki en slysið olli eignartjóni. Bíll var í kjölfarið dregin á brott með kranabíl.
Í hverfi 110 var að auki tilkynnt um umferðarslys. Engan sakaði en bíll var dregin af vettvangi með kranabíl.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í hverfi 105 og einn í hverfi 201 fyrir að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Málin voru afgreidd með sekt.
Þá var einn handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.