Innlent

Gefur ekki kost á sér í landsmálin að sinni

Árni Sæberg skrifar
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum.

Þetta kemur fram í færslu Írisar á Facebook. Þar segir hún mikið hafa verið skrafað um það opinberlega hvort hún væri á leið í landsmálin og það hafi færst í aukana nú þegar ljóst er að alþingiskosningur standa fyrir dyrum.

Komið hefur verið að máli við hana

„Ég er þakklát fyrir það mikla traust sem margir hafa sýnt mér þegar leitað hefur verið til mín um að stíga þetta skref. Ég hef velt þessu alvarlega fyrir mér, ekki síst í ljósi þess að mér hefur þótt mikið vanta uppá að þingmenn hafi sinnt okkur hér í Eyjum og raunar vantað mikið uppá samtal ríkisins við sveitastjórnarstigið í heild sinni. Hlutir gerst of hægt.“

Þá séu menntamálin henni mjög hugleikin og þar þurfi að stíga ný skref til að tryggja börnum tækifæri til framtíðar. Raunar sé sú vegferð þegar hafin í Eyjum, meðal annars með verkefninu Kveikjum neistann.

Hlakkar til að vinna áfram að hagsmunum Eyjamanna

„En að þessu sögðu þá er niðurstaða mín sú að kraftar mínir munu nýtast betur við þau verkefni sem ég hef sinnt í Eyjum og hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið. Ég hlakka til að vinna áfram að hagsmunum okkar hér í Eyjum sem bæjarstjóri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×