Sjá mikil batamerki eftir háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2024 19:01 Regína Sverrisdóttir kennari og Lilja Gréta Norðdahl kennari og leikskólakennari. Þær hafa glímt við erfið veikindi síðustu ár en segjast hafa fundið bata eftir háþrýstimeðferð. Vísir/aðsend Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum. Heilsa Landspítalinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum.
Heilsa Landspítalinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira