Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2024 12:06 Útibú Lyfjavals í Reykjanesbæ. Þar er bæði hægt að ganga inn, eða fá lyf afgreidd um bílalúgu. Vísir/Vilhelm Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir. Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir.
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46