Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2024 12:18 Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að biðji forsætisráðherra lausnar sé regla að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. Vísir Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira