Píratar komnir í kosningaham Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:36 Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér. Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira