Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:36 Naumann hylur andlit sitt í réttarsal í Berlín rétt áður en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. AP/Sebastian Christoph Gollnow/dpa Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur.
Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira