Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:36 Naumann hylur andlit sitt í réttarsal í Berlín rétt áður en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. AP/Sebastian Christoph Gollnow/dpa Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur.
Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira