Handbolti

Tveir Vals­menn valdir í fær­eyska lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni í Selvindi hefur spilað mjög vel með Valsmönnum að undanförnu.
Bjarni í Selvindi hefur spilað mjög vel með Valsmönnum að undanförnu. Vísir/Anton Brink

Valsmenn eiga tvo fulltrúa í nýjasta landsliðshópi Færeyinga í handboltanum en á dagskránni eru mikivægir leikir í undankeppni EM.

Færeyingar spila leiki við Kósóvó og Úkraínu seinna í þessum mánuði. Kósóvó leikurinn er á heimavelli í Íþróttahöllinni á Hálsi og það er þegar uppselt á þann leik. Úkraínuleikurinn fer fram í Vilnius í Litháen.

Færeyska landsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót á síðasta Evrópumóti og ætlar sér að endurtaka leikinn í janúar 2026. Liðið komst þó ekki á HM í janúar næstkomandi þar sem liðið tapaði naumlega á móti Norður-Makedóníu í umspilinu.

Landsliðsþjálfararnir Peter Bredsdorff-Larsen og Hjalti Mohr Jacobsen tilkynntu hópinn sinn í gær fyrir þessa komandi leiki.

Í hópnum eru margir leikmenn sem eru að spila fyrir utan Færeyja þar á meðal tveir í Olís deildinni. Það eru þeir Bjarni í Selvindi og Allan Norðberg sem spila báðir með Val.

Bjarni var í miklum ham í síðasta leik með Val og skoraði þá 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Hann er með 5,8 mörk og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum sínum í Olís deildinni. Allan Norðberg er með 1,5 mörk í leik með Valsmönnum í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá frétt færeyska sambandsins um hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×