Sport

Sýna eigin­konu Baldock heitins mikinn rausnar­skap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Baldock var minnst á Wembley  fyrir landsleik Englands og Grikklands á dögunum.
George Baldock var minnst á Wembley  fyrir landsleik Englands og Grikklands á dögunum. Getty/Crystal Pix

Gríska félagið Panathinaikos er að íhuga það að virða þriggja ára samning George Baldock.

Baldock, sem er fyrrum leikmaður ÍBV, átti tvö og hálft ár eftir af samningi sínum í Grikklandi þegar hann lést.

Baldock var aðeins 31 árs gamall en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá enska félaginu Sheffield United frá 2017 til 2024.

Leikmaðurinn fannst í sundlaug heimils síns og lætur eftir sig unnustu og barn. Hann ætlaði nokkrum dögum síðar að fara til Englands til að vera viðstaddur eins árs afmæli sonar síns.

Unnusta hans náði ekki í hann og fékk eiganda hússins til að athuga með hann. Hann fannst látinn í sundlauginni og hafði drukknað.

Boldock lék með Eyjamönnum sumarið 2012 en gekk til liðs við gríska félagið Panathinaikos í maí. Hann lék sinn fyrsta leik í ágúst og náði að spila þrjá leiki fyrir félagið.

Boldock hafði skrifað undir þriggja ára samning við Panathinaikos í sumar.

Samkvæmt frétt Daily Mail þá vill eigandi gríska félagsins sjá til þess að hugsað verði vel um mæðginin á þessum erfiða tíma og þau þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.

Þau gætu líka fengið tekjurnar af góðgerðaleik til heiðurs Baldock sem fer fram á næsta ári.


Tengdar fréttir

Heimir minntist Baldock

Heimir Hallgrímsson minntist knattspyrnumannsins George Baldock á blaðamannafundi fyrir leik Írlands og Grikklands í Þjóðadeildinni á morgun. Baldock lék með ÍBV í efstu deild sumarið 2012.

Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn

George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×