Nýliðinn hetja Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 21:45 Sigurmarkinu fagnað. ANP/Getty Images Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira