Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 19:51 Daníel Leó Grétarsson og markvörður Tyrklands. Vísir/Hulda Margrét Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sjá meira