Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 14. október 2024 12:02 Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Sjúkraflutningar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun