Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. október 2024 08:16 Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun