Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 09:02 Pavel Ermolinskij þekkir Krókinn vel eftir að hafa þjálfað Tindastólsliðið og gert það að Íslandsmeisturum. Vísir/Diego Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti