Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 14:05 Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“ Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“
Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira