Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 14:05 Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“ Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“
Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira