Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 12. október 2024 20:53 Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um gjaldþrot veitingastaðarins Ítalíu og þá sök sem eigandi hans hefur reynt að bera á Eflingu stéttarfélag. Á meðan sumir gætu fallið fyrir slíkri sögu, er nauðsynlegt að skoða málavexti af raunsæi og á grunni réttlætis og sanngirni. Að varpa ábyrgðinni á stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni vinnandi fólks er auðvitað fjarstæðukennt og í rauninni óréttlát árás á þá sem reyna að verja réttindi launafólks. Ég þekki það sjálfur vel og skil vel hversu erfitt það getur verið að viðhalda rekstri, sérstaklega þegar aðstæður versna. Það sem margir kannski skilja ekki er að gjaldþrot gerist ekki á einni nóttu hjá litlum veitingastöðum. Oft hefur það verið þannig að veitingastaðir í rekstrarerfiðleikum dragast aftur úr með greiðslur til starfsfólks og launatengd gjöld. Veitingastaðurinn Ítalía virðist um langt skeið dregið að greiða laun á réttum tíma og jafnvel komist hjá því að standa við skyldur sínar gagnvart starfsfólki. Deilt hefur verið um upphæð útistandandi launakrafna og þá húsaleigu en við vitum að félag hans skuldar um 50 milljónir í staðgreiðslu launa og þá skuldar hann lífeyrissjóðnum Gildi sem ég er í fulltrúaráði hjá, um 12 milljónir. Fráleitt er að halda því fram að aðgerðir Eflingar hafi valdið því að staðurinn fór í þrot. Þvert á móti hefur Efling stéttarfélag staðið eins og klettur fyrir réttindum vinnandi fólks, þar á meðal starfsfólks Ítalíu veitingastaðar. Ef Efling hefði ekki gripið til aðgerða er hætt við að fjöldi fólks hefði setið eftir launalaust vegna ítrekaðs launaþjófnaðar, en nú hefur starfsfólkið sem eftir var a.m.k. möguleika á að fá ógreidd laun sín greidd úr ábyrgðarsjóði launa. Þetta er ekkert annað en sigur fyrir réttlæti og virðingu gagnvart vinnandi fólki. Það er mikilvægt að minna á að eigendur Ítalíu greindu sjálfir frá því að staðurinn muni ekki opna aftur í sama húsnæði, sem bendir til þess að leigusalinn hafi þegar tapað trúnni á rekstraraðilana. Það hefur hins vegar ekkert með Eflingu að gera heldur með óskilvirkan og óábyrgan rekstur. Baráttan fyrir verkafólk í forgrunni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur oft verið gagnrýnd í gegnum tíðina, bæði fyrir aðgerðir sínar og orðfæri. Margir hafa þó ekki haft beinan skilning á því hversu gríðarlega erfitt hlutverk hennar er. Sólveig Anna hefur sýnt í verki að hún er kraftmikil, óþreytandi og ákveðin í því að standa vörð um verkafólk í landinu. Verkefnið sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er eitt það erfiðasta í samfélaginu — að vernda réttindi þeirra sem oft hafa minnst og takmarkaðast vald. Að setja Eflingu og formanninn undir smásjá þess máls, eins og sumir hafa gert, er ómaklegt og sýnir skort á skilningi á erfiðu starfi þeirra sem berjast fyrir réttindum hinna vinnandi stétta. Sólveig Anna er langt frá því að vera „ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins“, eins og fullyrt var í fjölmiðlum í dag. Ég fullyrði að meirihluti Eflingar og ég þar á meðal stöndum þétt við bak Sólveigar í þessu máli sem öðrum og það hlýtur að vera krafa okkar að stjórnvöld taka fast á ört stækkandi vandamáli sem launaþjófnaður og vinnumansal er. Samstaða gegn óréttlæti Stéttarfélög eins og Efling eru grundvallarstoðir í samfélagi þar sem verkafólk er oft og tíðum berskjaldað fyrir óréttlæti. Það er mikilvægt að við tökum ekki mark á þeim sem vilja varpa ábyrgð sinni á annað fólk þegar erfiðleikar steðja að, heldur horfum á staðreyndir. Í þessu tilfelli, er varðar veitingastaðinn Ítalíu, finnst mér ómaklegt að ætla að kenna stéttarfélagi um óréttláta meðferð á starfsfólki. Flestir rekstraraðilar sem lenda í vandræðum með rekstur sinn gera enda allt sem hægt er til að standa skil á forgangskröfum, sem hljóta að vera laun þess starfsfólks sem býr einmitt til tekjurnar sem verða til hjá fyrirtækjum. Því miður var forgangsröðin ekki slík hjá eigandum veitingastaðarins Ítalíu. Sólveig Anna og Efling eiga þakkir skildar fyrir að standa í lappirnar og gæta þess að réttindi launafólks séu virt. Barátta okkar er barátta fyrir sanngirni, og þrátt fyrir gagnrýni höldum við áfram að berjast við stórhagsmuni sem vilja oftast snúa á þá sem minnst eiga. Án þessarar baráttu gæti óréttlætið auðveldlega orðið regla frekar en undatekning í samfélaginu okkar. Höfundur er fulltrúi í trúnaðarráði Eflingar og fulltrúaráði Gildis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Kjaramál Stéttarfélög Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um gjaldþrot veitingastaðarins Ítalíu og þá sök sem eigandi hans hefur reynt að bera á Eflingu stéttarfélag. Á meðan sumir gætu fallið fyrir slíkri sögu, er nauðsynlegt að skoða málavexti af raunsæi og á grunni réttlætis og sanngirni. Að varpa ábyrgðinni á stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni vinnandi fólks er auðvitað fjarstæðukennt og í rauninni óréttlát árás á þá sem reyna að verja réttindi launafólks. Ég þekki það sjálfur vel og skil vel hversu erfitt það getur verið að viðhalda rekstri, sérstaklega þegar aðstæður versna. Það sem margir kannski skilja ekki er að gjaldþrot gerist ekki á einni nóttu hjá litlum veitingastöðum. Oft hefur það verið þannig að veitingastaðir í rekstrarerfiðleikum dragast aftur úr með greiðslur til starfsfólks og launatengd gjöld. Veitingastaðurinn Ítalía virðist um langt skeið dregið að greiða laun á réttum tíma og jafnvel komist hjá því að standa við skyldur sínar gagnvart starfsfólki. Deilt hefur verið um upphæð útistandandi launakrafna og þá húsaleigu en við vitum að félag hans skuldar um 50 milljónir í staðgreiðslu launa og þá skuldar hann lífeyrissjóðnum Gildi sem ég er í fulltrúaráði hjá, um 12 milljónir. Fráleitt er að halda því fram að aðgerðir Eflingar hafi valdið því að staðurinn fór í þrot. Þvert á móti hefur Efling stéttarfélag staðið eins og klettur fyrir réttindum vinnandi fólks, þar á meðal starfsfólks Ítalíu veitingastaðar. Ef Efling hefði ekki gripið til aðgerða er hætt við að fjöldi fólks hefði setið eftir launalaust vegna ítrekaðs launaþjófnaðar, en nú hefur starfsfólkið sem eftir var a.m.k. möguleika á að fá ógreidd laun sín greidd úr ábyrgðarsjóði launa. Þetta er ekkert annað en sigur fyrir réttlæti og virðingu gagnvart vinnandi fólki. Það er mikilvægt að minna á að eigendur Ítalíu greindu sjálfir frá því að staðurinn muni ekki opna aftur í sama húsnæði, sem bendir til þess að leigusalinn hafi þegar tapað trúnni á rekstraraðilana. Það hefur hins vegar ekkert með Eflingu að gera heldur með óskilvirkan og óábyrgan rekstur. Baráttan fyrir verkafólk í forgrunni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur oft verið gagnrýnd í gegnum tíðina, bæði fyrir aðgerðir sínar og orðfæri. Margir hafa þó ekki haft beinan skilning á því hversu gríðarlega erfitt hlutverk hennar er. Sólveig Anna hefur sýnt í verki að hún er kraftmikil, óþreytandi og ákveðin í því að standa vörð um verkafólk í landinu. Verkefnið sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er eitt það erfiðasta í samfélaginu — að vernda réttindi þeirra sem oft hafa minnst og takmarkaðast vald. Að setja Eflingu og formanninn undir smásjá þess máls, eins og sumir hafa gert, er ómaklegt og sýnir skort á skilningi á erfiðu starfi þeirra sem berjast fyrir réttindum hinna vinnandi stétta. Sólveig Anna er langt frá því að vera „ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins“, eins og fullyrt var í fjölmiðlum í dag. Ég fullyrði að meirihluti Eflingar og ég þar á meðal stöndum þétt við bak Sólveigar í þessu máli sem öðrum og það hlýtur að vera krafa okkar að stjórnvöld taka fast á ört stækkandi vandamáli sem launaþjófnaður og vinnumansal er. Samstaða gegn óréttlæti Stéttarfélög eins og Efling eru grundvallarstoðir í samfélagi þar sem verkafólk er oft og tíðum berskjaldað fyrir óréttlæti. Það er mikilvægt að við tökum ekki mark á þeim sem vilja varpa ábyrgð sinni á annað fólk þegar erfiðleikar steðja að, heldur horfum á staðreyndir. Í þessu tilfelli, er varðar veitingastaðinn Ítalíu, finnst mér ómaklegt að ætla að kenna stéttarfélagi um óréttláta meðferð á starfsfólki. Flestir rekstraraðilar sem lenda í vandræðum með rekstur sinn gera enda allt sem hægt er til að standa skil á forgangskröfum, sem hljóta að vera laun þess starfsfólks sem býr einmitt til tekjurnar sem verða til hjá fyrirtækjum. Því miður var forgangsröðin ekki slík hjá eigandum veitingastaðarins Ítalíu. Sólveig Anna og Efling eiga þakkir skildar fyrir að standa í lappirnar og gæta þess að réttindi launafólks séu virt. Barátta okkar er barátta fyrir sanngirni, og þrátt fyrir gagnrýni höldum við áfram að berjast við stórhagsmuni sem vilja oftast snúa á þá sem minnst eiga. Án þessarar baráttu gæti óréttlætið auðveldlega orðið regla frekar en undatekning í samfélaginu okkar. Höfundur er fulltrúi í trúnaðarráði Eflingar og fulltrúaráði Gildis.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun