Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:14 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“ Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“
Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira