Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2024 13:06 Kvenfélagskonurnar, sem taka þátt í fertugasta landsþingi Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Silla Páls „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls Ísafjarðarbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls
Ísafjarðarbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira