Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2024 13:06 Kvenfélagskonurnar, sem taka þátt í fertugasta landsþingi Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Silla Páls „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls Ísafjarðarbær Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls
Ísafjarðarbær Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira