Þetta staðfestir Ágeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi.
Tveir erlendir ferðamenn tilkynntu um hvítabirni
„Þyrlan var fengin til að kanna þetta mál. Lögreglan á Austurlandi kallaði eftir þessu og þyrlan verður komin þarna um sjö og mun leita þarna á þessu svæði,“ segir Ásgeir en ítrekar að það sé með öllu óljóst hvort að hvítabirnir séu í raun á svæðinu.
Tveir erlendir ferðamenn sem áttu leið um svæðið tilkynntu lögreglunni á Austurlandi að þau hafi séð tvo hvítabirni á gangi þar. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.
Bendi ekkert til að um gabb sé að ræða
Kristján segir að lögreglan sé búin að kanna umrætt svæði vel og vandlega og að engin ummerki um hvítabirni hafi fundist á svæðinu. Hann segir að þyrla Landhelgisgæslunnar muni skera úr um það hvort að það séu í raun og veru hvítabirnir á svæðinu.
Aðspurður segir hann að það sé ekkert sem bendi til þess að um gabb sé að ræða. Kristján segir hins vegar að ekki sé hægt að útiloka að ferðamönnunum hafa missýnst. Yfirstandandi leit muni vonandi leiða það í ljós.
Landsvirkjun er einnig með eftirlitsmyndavélar á svæðinu en ekki hefur sést til bjarndýra á upptökum Landsvirkjunar.