„Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 14:02 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira