Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 23:09 Frá annarri loftárásinni í Beirút í kvöld. AP/Bilal Hussein Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37
Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent