Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 23:09 Frá annarri loftárásinni í Beirút í kvöld. AP/Bilal Hussein Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37
Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40