Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar 10. október 2024 19:02 Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reynir Böðvarsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar