Skýrist á mánudag hvort læknar fari í verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 17:24 Mikael Smári Mikaelsson yfirlæknir á bráðamóttöku er formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samsett Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira