Skýrist á mánudag hvort læknar fari í verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 17:24 Mikael Smári Mikaelsson yfirlæknir á bráðamóttöku er formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samsett Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira