Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar 10. október 2024 15:02 Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Háskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun