Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson skrifar 10. október 2024 11:01 Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun