Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 08:49 Um þrjú hundruð þúsund ferðamenn heimsækja Fjaðrárgljúfur árlega samkvæmt upplýsingum Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent