Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 11:05 Ríkið vill fjölga óstaðbundnum störfum til þess að styrkja landsbyggðina. Þau gera fólki kleift að starfa fyrir ríkisstofnanir sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu en búa allt annars staðar, til dæmis á Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira