Milton safnar aftur krafti Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 22:24 Talið er að Milton geti valdið mikilli eyðileggingu í Flórída. AP/NOAA Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024 Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024
Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16