Vatn rennur ekki upp í móti Sigmar Guðmundsson skrifar 9. október 2024 07:32 Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá. Þetta er eins og að flýja óveður inn í hús og þar mæta þér bara pústrar, hnefahögg og almenn leiðindi frá húsráðendum. Þetta er frekar súrt og ósanngjarnt. Við eigum þetta auðvitað ekkert skilið. Valkostir íslensku millistéttarinnar eru að vera með húsnæðislán sem hækkar um milljónir á ári þrátt fyrir reglulegar afborganir, eða að vera með lán þar sem afborganir hækka um tvö til þrjú hundruð þúsund á mánuði. Hengingaról hávaxtanna herðist að hálsi okkar og það eina sem við getum gert er að velja á milli þess hvort liturinn á ólinni er blár eða rauður. Allra náðarsamlegast. Langsótt útópía Einu lánamöguleikar okkar þegar kemur að húsnæði eru í raun afarkostir á fráleitum kjörum. Í okkar stærstu og mestu fjárfestingu á lífsleiðinni. Auðvitað eigum við Íslendingar skilið vaxtakjör eins og bjóðast í nágrannalöndunum. Þar veit fólk þegar það skrifar undir lánasamninga hvernig greiðslur þróast út lánstímann. Með hóflegum vöxtum. Fyrir vaxtapínda Íslendinga hljómar þetta eins og einhver langsótt útópía. Nánast eins og skálduð ævintýraveröld með glimmeri. En nei, þetta er veruleiki og kjör sem í raun og veru bjóðast í öðrum löndum. Auðvitað er Ísland frábært land. Hér er næg atvinna, við erum vel menntuð þjóð og tækifærin mörg. Hér er gott að ala upp börn, friðsamt og gott að búa. En þegar kemur að vöxtum og verðbólgu erum við algerlega úti á þekju. Eftirbátar nágrannaþjóðanna því alltaf eru vextirnir og verðbólgan mun hærri hér. Krónan í öndunarvél En hvað veldur? Er það lögmál að hagkerfið okkar sveiflast ýktar og meira en í nágrannalöndunum? Undantekningarlaust með miklu hærri verðbólgu og vöxtum? Nei. Þetta hlutskipti hafa stjórnmálamenn og flokkar í gegnum tíðina valið fyrir okkur með því að ríghalda í íslenska krónu sem gjaldmiðil. Krónu sem haldið er stöðugri í öndunarvél sem knúin er áfram af rándýrum gjaldeyrisvaraforða. Krónu sem kostar samfélagið hundruð milljarða á ári. Að ekki sé talað um öll glötuðu tækifærin sem fjúka út um gluggann í formi svimandi hárra vaxtagreiðslna fyrirtækja og heimila sem nota auðvitað ekki sama aurinn til að fjárfesta í nýjum draumum og tækifærum. Krónu sem stærstu fyrirtæki landsins flýja og njóta skjóls af stöðugri mynt, á meðan starfsmenn þessara sömu fyrirtækja eru fastir í krónuhelsinu ásamt öðrum landsmönnum. Með verðbólgu, ofurvöxtum og verðbótum ofan á það. Fleiri afarkostir Því er stundum haldið fram að þetta sé í raun nauðsynleg hliðarverkun þess að búa í auðlindadrifnu og dýnamísku samfélagi. Viljið þið kannski atvinnuleysi frekar en vextina, er gjarnan spurt með þjósti. Enn og aftur afarkostir. Ofurvextir eða atvinnuleysi. En öfugt við dæmið hér að ofan um hengingaról mismunandi lánaforma, þá eru þessir afarkostir ekki raunverulegir. Þeir eru tilbúningur þeirra sem eru að verja slaka hagstjórn og ónýtan gjaldmiðil. Fyrir það fyrsta þá er íslenskur vinnumarkaður mjög kvikur í ljósi þess að hér vinna tugþúsundir útlendinga á hverjum tíma. Stór hluti þess vinnuafls kemur og fer í takti við atvinnustigið. Þess utan þá skiptir auðvitað höfuðmáli hvernig menn stýra skipinu. Agi í ríkisfjármálum er til að mynda nauðsynlegur ef við tökum upp evru. Ég er auðvitað hvorki Sjálfstæðismaður né Framsóknarmaður, en ég tel að slíkur agi sé eftirsóknarverður eiginleiki í hagkerfi. Kostur en ekki galli. En það kann að virka framandi fyrir þá sem vilja nota örmynt til að leiðrétta í sífellu eigin hagstjórnarmistök á kostnað almennings í landinu. Vatn rennur ekki upp í móti Að stilla atvinnuleysi upp sem afarkosti gegn séríslensku okurvöxtunum er sama þreytta og úrelta taktíkin og foreldrar notuðu á börn hér áður fyrr. Grýla gamla var brúkuð ef börnin voru ekki þæg. En sú tröllkerling er jafn raunveruleg og handfestan í röksemdinni um kosti krónuhagkerfisins. Allur gamli fjórflokkurinn boðar núna þá sýn að við eigum að vera föst áfram í krónunni í fyrirsjáanlegri framtíð. Meira að segja nýr formaður Samfylkingarinnar er slegin sömu blindu og allir formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gegnum tíðina. Öll trúa þau að í þeim búi einhver hagfræðilegur töframáttur sem geti galdrað fram stöðugt hagkerfi með íslensku krónunni sem gjaldmiðli. Þetta hefur engum tekist og tilraunin verður engu skárri þótt hún sé framkvæmd af jafnaðarmanni. Ekki einu sinni þeir geta látið vatn renna upp í móti. Við þurfum nýjan gjaldmiðil. Annars mun þetta ömurlega verðbólgu og hávaxtastig bara endurtaka sig að fáeinum árum liðnum. Sagan endurtekur sig ef við breytum engu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá. Þetta er eins og að flýja óveður inn í hús og þar mæta þér bara pústrar, hnefahögg og almenn leiðindi frá húsráðendum. Þetta er frekar súrt og ósanngjarnt. Við eigum þetta auðvitað ekkert skilið. Valkostir íslensku millistéttarinnar eru að vera með húsnæðislán sem hækkar um milljónir á ári þrátt fyrir reglulegar afborganir, eða að vera með lán þar sem afborganir hækka um tvö til þrjú hundruð þúsund á mánuði. Hengingaról hávaxtanna herðist að hálsi okkar og það eina sem við getum gert er að velja á milli þess hvort liturinn á ólinni er blár eða rauður. Allra náðarsamlegast. Langsótt útópía Einu lánamöguleikar okkar þegar kemur að húsnæði eru í raun afarkostir á fráleitum kjörum. Í okkar stærstu og mestu fjárfestingu á lífsleiðinni. Auðvitað eigum við Íslendingar skilið vaxtakjör eins og bjóðast í nágrannalöndunum. Þar veit fólk þegar það skrifar undir lánasamninga hvernig greiðslur þróast út lánstímann. Með hóflegum vöxtum. Fyrir vaxtapínda Íslendinga hljómar þetta eins og einhver langsótt útópía. Nánast eins og skálduð ævintýraveröld með glimmeri. En nei, þetta er veruleiki og kjör sem í raun og veru bjóðast í öðrum löndum. Auðvitað er Ísland frábært land. Hér er næg atvinna, við erum vel menntuð þjóð og tækifærin mörg. Hér er gott að ala upp börn, friðsamt og gott að búa. En þegar kemur að vöxtum og verðbólgu erum við algerlega úti á þekju. Eftirbátar nágrannaþjóðanna því alltaf eru vextirnir og verðbólgan mun hærri hér. Krónan í öndunarvél En hvað veldur? Er það lögmál að hagkerfið okkar sveiflast ýktar og meira en í nágrannalöndunum? Undantekningarlaust með miklu hærri verðbólgu og vöxtum? Nei. Þetta hlutskipti hafa stjórnmálamenn og flokkar í gegnum tíðina valið fyrir okkur með því að ríghalda í íslenska krónu sem gjaldmiðil. Krónu sem haldið er stöðugri í öndunarvél sem knúin er áfram af rándýrum gjaldeyrisvaraforða. Krónu sem kostar samfélagið hundruð milljarða á ári. Að ekki sé talað um öll glötuðu tækifærin sem fjúka út um gluggann í formi svimandi hárra vaxtagreiðslna fyrirtækja og heimila sem nota auðvitað ekki sama aurinn til að fjárfesta í nýjum draumum og tækifærum. Krónu sem stærstu fyrirtæki landsins flýja og njóta skjóls af stöðugri mynt, á meðan starfsmenn þessara sömu fyrirtækja eru fastir í krónuhelsinu ásamt öðrum landsmönnum. Með verðbólgu, ofurvöxtum og verðbótum ofan á það. Fleiri afarkostir Því er stundum haldið fram að þetta sé í raun nauðsynleg hliðarverkun þess að búa í auðlindadrifnu og dýnamísku samfélagi. Viljið þið kannski atvinnuleysi frekar en vextina, er gjarnan spurt með þjósti. Enn og aftur afarkostir. Ofurvextir eða atvinnuleysi. En öfugt við dæmið hér að ofan um hengingaról mismunandi lánaforma, þá eru þessir afarkostir ekki raunverulegir. Þeir eru tilbúningur þeirra sem eru að verja slaka hagstjórn og ónýtan gjaldmiðil. Fyrir það fyrsta þá er íslenskur vinnumarkaður mjög kvikur í ljósi þess að hér vinna tugþúsundir útlendinga á hverjum tíma. Stór hluti þess vinnuafls kemur og fer í takti við atvinnustigið. Þess utan þá skiptir auðvitað höfuðmáli hvernig menn stýra skipinu. Agi í ríkisfjármálum er til að mynda nauðsynlegur ef við tökum upp evru. Ég er auðvitað hvorki Sjálfstæðismaður né Framsóknarmaður, en ég tel að slíkur agi sé eftirsóknarverður eiginleiki í hagkerfi. Kostur en ekki galli. En það kann að virka framandi fyrir þá sem vilja nota örmynt til að leiðrétta í sífellu eigin hagstjórnarmistök á kostnað almennings í landinu. Vatn rennur ekki upp í móti Að stilla atvinnuleysi upp sem afarkosti gegn séríslensku okurvöxtunum er sama þreytta og úrelta taktíkin og foreldrar notuðu á börn hér áður fyrr. Grýla gamla var brúkuð ef börnin voru ekki þæg. En sú tröllkerling er jafn raunveruleg og handfestan í röksemdinni um kosti krónuhagkerfisins. Allur gamli fjórflokkurinn boðar núna þá sýn að við eigum að vera föst áfram í krónunni í fyrirsjáanlegri framtíð. Meira að segja nýr formaður Samfylkingarinnar er slegin sömu blindu og allir formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gegnum tíðina. Öll trúa þau að í þeim búi einhver hagfræðilegur töframáttur sem geti galdrað fram stöðugt hagkerfi með íslensku krónunni sem gjaldmiðli. Þetta hefur engum tekist og tilraunin verður engu skárri þótt hún sé framkvæmd af jafnaðarmanni. Ekki einu sinni þeir geta látið vatn renna upp í móti. Við þurfum nýjan gjaldmiðil. Annars mun þetta ömurlega verðbólgu og hávaxtastig bara endurtaka sig að fáeinum árum liðnum. Sagan endurtekur sig ef við breytum engu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun