Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2024 08:03 Erney Valsdóttir er önnur amman sem kemur fram til að segja frá því hvernig hún sá barnabarn sitt hverfa ofan í jörðina þegar það datt ofan í manngerða holu. Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn. Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki. Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki.
Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira