Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 17:02 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni þegar Oculis var skráð á markað í apríl. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent. Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent.
Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24
Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03