Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 17:02 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni þegar Oculis var skráð á markað í apríl. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent. Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Gengi Oculis hefur hækkað mikið í mánuðinum og stendur nú í 1.870 krónum, hærra en nokkurn tímann. Gengið hefur nú hækkað um 10,65 prósent frá dagslokum þann 23. apríl, þegar Oculis var skráð hérlendis. Flugfélagið Play var eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði meira en Oculis en gengi þess hækkaði um 12,36 prósent og stendur nú í tveimur krónum á hlut. Athygli vekur að velta með bréf Play var aðeins fimm milljónir króna í dag. Amaroq rauk upp eftir kaup forstjórans Þá hækkaði gengi hlutabréfa í námafélaginu Amaroq hressilega í dag, um 7,49 prósent. Félagið tilkynnti í dag að Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, hefði keypt 300 þúsund hluti á 99 krónur á hlut. Þar með er hlutur hans í félaginu alls 2,9 prósent. Sá hlutur er 1,3 milljarða króna virði eftir hækkanir dagsins. Aðeins eitt félag lækkaði Dagurinn var góður í Kauphöllinni og úrvalsvístalan hækkaði um 2,18 prósent. Gengi allra félaga utan sex hækkaði í dag. Fimm félög stóðu í stað og gengi Ölgerðarinnar lækkaði um 0,57 prósent.
Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23. apríl 2024 14:24
Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. 23. apríl 2024 10:03