Dagný var í byrjunarliði gestanna en var tekin af velli skömmu áður en seinna markið leit dagsins ljós. Lauren Hemp kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi til að skora 50 mörk.
50 - With her opener against West Ham today, Lauren Hemp has become the youngest player in @BarclaysWSL history to score 50 goals (24y 60d). Milestone. pic.twitter.com/owOeVAPRwP
— OptaJoe (@OptaJoe) October 6, 2024
Annað markið kom á 71. mínútu eða mínútu eftir að Dagný var tekin af velli. Mary Fowler með markið eftir undirbúning Khadiju Shaw en Man City hvíldi þónokkra leikmenn í dag þar sem það mætir Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.
Lokatölur í Manchester 2-0 og Man City fer tímabundið á topp deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með eitt stig í 11. sæti.
🩵🙌 https://t.co/LdwPMvK7Dq pic.twitter.com/24Nu1pKYYn
— Manchester City Women (@ManCityWomen) October 6, 2024
Í Lundúnum var Everton í heimsókn hjá Arsenal fyrir framan 25 þúsund manns á Emirates-vellinum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Everton nær stigi gegn Arsenal. Skytturnar eru í 6. sæti með fimm stig að loknum þremur leikjum.
A frustrating afternoon at Emirates Stadium ends in a draw.
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 6, 2024
Our focus turns to Wednesday 👊 pic.twitter.com/3XnRuMlFWt
Önnur úrslit voru þau að Liverpool vann 3-2 útisigur á Tottenham Hotspur á meðan Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City.
Leik Englandsmeistara Chelsea og Manchester United var frestað en þau hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Leiknum var frestað þar sem Chelsea mætir Real Madríd í Meistaradeild á þriðjudag.