Vaknar Árbærinn aftur? Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 12:04 Fylkismenn unnu 2-0 sigur í Kórnum fyrr í sumar. Vísir/Diego Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira