Ábendingarnar verði teknar alvarlega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. október 2024 13:43 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/egill Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. Í gær greindu forsvarsmenn Persónuverndar frá því að ákveðið hafi verið að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ákörðunin um athugunina kemur vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samgöngustofu að sjúkraskrám. Forstjóri Heilsugæslunnar segir að frumkvæðisathugun Persónuverndar hafi verið viðbúin. „Og við að sjálfsögðu tökum ábendingar Persónuverndar alvarlega og munum vinna með þeim að fullu og munum veita allar upplýsingar og erum þegar byrjuð að safna saman öllum upplýsingum og gögnum hjá okkur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Allt uppi á borðum Hún segist ekki telja að eitthvað misjafnt hafi verið í gangi hjá Heilsugæslunni varðandi persónuupplýsingar. Búið sé að rifta öllum slíkum samningum nema þeim sem gerðir voru við einkareknar heilsugæslustöðvar. Mikilvægt sé að hafa í huga að upplýsingarnar hafi aldrei verið aðgengilegar almenningi, einungis heilbrigðisstarfsfólk eða trúnaðarlækni. „Og við höfum alltaf verið með allt uppi á borðinu. En það kom þá í ljós að það voru gerðar athugasemdir við þessa samninga og við bregðumst við því.“ Heilsugæsla Persónuvernd Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Í gær greindu forsvarsmenn Persónuverndar frá því að ákveðið hafi verið að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ákörðunin um athugunina kemur vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samgöngustofu að sjúkraskrám. Forstjóri Heilsugæslunnar segir að frumkvæðisathugun Persónuverndar hafi verið viðbúin. „Og við að sjálfsögðu tökum ábendingar Persónuverndar alvarlega og munum vinna með þeim að fullu og munum veita allar upplýsingar og erum þegar byrjuð að safna saman öllum upplýsingum og gögnum hjá okkur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Allt uppi á borðum Hún segist ekki telja að eitthvað misjafnt hafi verið í gangi hjá Heilsugæslunni varðandi persónuupplýsingar. Búið sé að rifta öllum slíkum samningum nema þeim sem gerðir voru við einkareknar heilsugæslustöðvar. Mikilvægt sé að hafa í huga að upplýsingarnar hafi aldrei verið aðgengilegar almenningi, einungis heilbrigðisstarfsfólk eða trúnaðarlækni. „Og við höfum alltaf verið með allt uppi á borðinu. En það kom þá í ljós að það voru gerðar athugasemdir við þessa samninga og við bregðumst við því.“
Heilsugæsla Persónuvernd Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02