RÚV hefur eftir héraðssaksóknari að rannsókninni hafi verið hætt.
Í málinu sakaði Tómas Ellert Tómasson, þáverandi fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Árborgar, Leó Árnason hjá Sigtúni þróunarfélagi um að hafa reynt að múta sér. Miðflokkurinn var á þessum tíma í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar
„Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas í samtali við Heimildina og vísaði þar í fund sem hann sat með Leó.
Sveitarfélagið átti á sínum tíma hæsta boð í Landsbankahúsið árið 2020, 380 milljónir, en Sigtún það næst hæsta, sem var 20 milljónum króna lægra. Fór þó svo að sveitarfélagið féll frá tilboði um kaup á húsinu.
Fram hefur komið að bæjarstjórn hafi verið búin að ákveða að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti.
Hann hafnaði því að hafa reynt að múta Tómasi og sagði hann aldrei hafa gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsti.