Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 09:03 Nicholas Lia hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem þykist vera hann og setur sig í samband við konur á þrítugsaldri á stefnumótaöppum. Óprúttinn aðili hefur þóst vera norski sundkappinn Nicholas Lia á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum undanfarin ár. „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að ég á ekki tvífara,“ segir Lia. Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira