Hinn langi USArmur Ísraels Ingólfur Steinsson skrifar 3. október 2024 13:33 Atburðarásin í stuttu máli Að þessu sinni hófst ófriðurinn með innrás Hamas í Ísrael 7. okt.´23. Þeir drepa þar meira en 1200 manns og taka yfir 200 gísla, segjast vera að minna á mál Palestínu sem þeim virtust gleymd. Hefnd Ísraels fljótlega og næstu tólf mánuði leggja þeir Gaza í rúst, drepa meira en 41þús. (eru enn að) og særa yfir 100 þúsund með vestrænum þungavopnum, allt sagt með það að markmiði útrýma Hamas sem hefur enn ekki tekist. Hezbollah gerir stakar árásir á Ísrael til stuðnings Palestínu allan tímann, ásamt Hútum í Jemen, sem veldur því að flytja þarf tugi þúsunda frá norðurhéruðum Ísraels í öryggisskyni. Járnhvelfing Bandaríkjanna yfir Ísrael eyðir flestum sendingum og kemur í veg fyrir mannfall. Ísrael gerir síðan stórfellda árás í Líbanon, drepur yfirmann Hezbollah og er þegar búið að drepa flesta yfirmenn þeirra. Hálf til ein milljón Líbana er á flótta. Arabar segja enn einu sinni að þeir hætti ekki fyrr en árásum síonista á Gaza linni. Þeir vilja ekki frið Nú hefur það komið vel í ljós að síonistar í Ísrael vilja ekki frið. Þeir leika fórnarlambið en hafa þó öll ráð svæðisins í hendi sér; geta ekki um frjálst höfuð strokið. Fyrst voru þeir fórnarlamb Hamas, réttilega í byrjun, en 12 mánaða „vörn“ þeirra var súrrealísk manndrápsorgía. Þeir lögðu svæðið í rúst og Alþjóðadómstóllinn í Haag er að fjalla um hugsanlega tilraun þeirra til þjóðarmorðs á Gaza. Nú eru þeir byrjaðir að leggja Líbanon í rúst. Allt er þetta nánast í beinni útsendingu. Þeir eru búnir að senda Írönum þau skilaboð að hinn langi armur Ísraels muni ná til allra sem reyni að gera þeim skráveifu. Tilfellið er að með vopnasendingum Bandaríkjanna er Ísrael langt á undan þessum svokölluðu hryðuverkasamtökum í hernaðargetu. Enda er það Ísrael sem fremur mestu hryðjuverkin. Lítum á skilgreiningu á hryðjuverki: ódæðisverk, manndráp, limlesting. Og þegar við bætist þessi skilningur: ódæðisverk sem beinist gegn almennum borgurum, þá er það nokkuð borðleggjandi hverjir fremja mestu hryðjuverkin. Hefnd út yfir gröf og dauða Ísrael hefur drepið tugi þúsunda á Gaza, 1000 manns á Vesturbakkanum og hundruð, bráðum þúsundir í Líbanon. Alltaf segjast þeir vera að skjóta á Hamas og Hezbollah. En að drepa öll þessi börn og konur og almenning getur ekki talist annað en hryðjuverk, stríðsglæpur. Svo eyðileggja þeir heilu göturnar á Vesturbakkanum með jarðýtum, drepa þar og handtaka fólk að næturþeli, fara jafnvel með skurðgröfur á grafreiti fólksins og róta moldinni ofan af hinum látnu. Það lærðu þeir af nazistum eins og fleira. Meira en 10 þúsund Palestínumenn sitja nú í fangelsum síonista. Og Biden sem er með frið á vörum í hverri ræðu, er eini Bandaríkjaforsetinn fram að þessu, sem hefur ekki sett síonistum nein mörk. Nú gleðjast þeir allir yfir morðinu á Hassan Nasrallah og fleiri leiðtogum Hezbollah. Það er ekkert minnst á að það er alþjóðlegt bann við að nota svona öflugar djúpsprengjur inni í íbúðahverfum. Nú er Kaninn ekkert lengur að tala um allan þann almenning sem fellur í slíkri árás. Nei, ekkert er minnst á það lengur að fara þurfi varlega, drepa færri konur og börn. Ísrael gerir ekkert rangt, hefur aldrei gert og mun aldrei gera neitt rangt, að mati Kanans. Síonistar vilja stríð Það hefur margsinnis komið fram að þjóðarmorðið á Gaza er undirrót hinna tiltölulega máttlausu árása araba á fullkomið varnarkerfið sem Kaninn hefur komið upp yfir Ísrael, járnhvelfinguna, „The Iron dome“, eins og þeir kalla það. Nú síðast gerðu Íranir mikla árás á Ísrael en öll skeyti þeirra voru skotin niður. Íranir áttu harma að hefna eftir röð árása síonista innan og utan Írans. Þyngst vegur þó morðið á Nasralla og Hanyieh sem var pólitískur leiðtogi Hamas og aðalsamningamaður. Hann skutu þeir niður innan Írans! Þegar allt kemur til alls er málið þó svo einfalt að ef síonistar hættu að drepa börn konur og almenning á Gaza, myndi árásum araba á Ísrael linna. Arabar þurfa að vísu tryggingu fyrir því að komið verði á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hana vilja síonistar ekki gefa. Þeir vilja ekkert slíkt ríki. Það átti að verða til með samningunum sem kenndir eru við Osló. Ofstækismaðurinn sem drap Rabín forsætisráðherra Ísraels er af sama meiði og þeir sem nú fara með stjórn Ísraels, menn eins og Smotrich og Ben-Gvir: Allt hægri sinnaðir trúarofstækismenn. Enda eru þetta ráðherrarnir sem ásamt Bíbí sjálfum vilja ekki semja um frið. Þessir menn halda að hægt sé að slökkva frelsisneistann með sprengjum. Þeir vilja vera í stríði við nágranna sína. Útrýma Hamas, útrýma Hezbollah. En þar sem báðar þessar hreyfingar tengjast trú araba, verður þeim ekki útrýmt. Ekki er hægt að útrýma hugmyndafræði, hún mun alltaf skjóta upp kollinum, sama hvursu marga fylgismenn hennar þú drepur. Og allir vita hvað verður um Bíbí ef samið verður um frið. Þessir menn vilja halda áfram stríðinu. Þeir trúa því að hægt sé að koma á friði með sprengjum. Að hafa friðinn Eina leiðin fyrir þetta fólk er að semja um frið. Þarna verður óbyggilegt meðan stríð geisar. Nú hafa tugir þúsunda Ísraelsmanna flúið heimili sín vegna ótta við Hezbollah og hálf til ein milljón Líbana er á flótta og hrakhólum. Að ekki sé talað um ástandið á Gaza þar sem allt er í rúst. Síonistar eru nú að uppskera ávexti áratuga hernáms, morða og innrása. Hezbollah samtökin voru stofnuð í kjölfar innrásar Ísraels í Líbanon 1982 og Hamas í fyrstu Intifada uppreisn Palestínumanna sem hófst í desember 1987. Þannig eru síonistar nú að glíma við samtök sem voru beinlínis stofnuð þeim til höfuðs vegna hernaðar þeirra og áratuga hernáms Palestínu. Þeir segjast vilja frið, því laug Bíbí að Sameinuðu þjóðunum um daginn. Hann vill ekki frið, hefur staðið gegn friði frá upphafi þjóðarmorðsins á Gaza. Þessir menn og ísraelska þjóðin mun ekki upplifa frið fyrr en hernáminu lýkur og Palestína verður sjálfstætt ríki. Núna eru þeir með sprengingum og morðum að efla þau samtök sem þeir berjast gegn og framleiða ný sem munu berjast gegn síonistum með kjafti og klóm þar til frelsi Palestínu verður að veruleika. Þessar endurteknu árásir með bandarískum þungavopnum eru eins og olía á eldinn sem logar í brjósti hinna kúguðu. Því munu sprengjur ekki breyta, hversu djúpt sem þær grafa sig. Eftirmáli Samkvæmt fréttum í dag (2.10.) eru síonistar að íhuga árásir á kjarnorkuver í Íran eftir stórfellda árás Írana í gær. Allar þeirra hátt í 200 flaugar voru að vísu skotnar niður af hinum langa USArmi Ísraels. Morð þeirra á Gaza hafa aukist. Um 100 féllu í dag. Heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út sem fyrr. Við spyrjum að leikslokum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Atburðarásin í stuttu máli Að þessu sinni hófst ófriðurinn með innrás Hamas í Ísrael 7. okt.´23. Þeir drepa þar meira en 1200 manns og taka yfir 200 gísla, segjast vera að minna á mál Palestínu sem þeim virtust gleymd. Hefnd Ísraels fljótlega og næstu tólf mánuði leggja þeir Gaza í rúst, drepa meira en 41þús. (eru enn að) og særa yfir 100 þúsund með vestrænum þungavopnum, allt sagt með það að markmiði útrýma Hamas sem hefur enn ekki tekist. Hezbollah gerir stakar árásir á Ísrael til stuðnings Palestínu allan tímann, ásamt Hútum í Jemen, sem veldur því að flytja þarf tugi þúsunda frá norðurhéruðum Ísraels í öryggisskyni. Járnhvelfing Bandaríkjanna yfir Ísrael eyðir flestum sendingum og kemur í veg fyrir mannfall. Ísrael gerir síðan stórfellda árás í Líbanon, drepur yfirmann Hezbollah og er þegar búið að drepa flesta yfirmenn þeirra. Hálf til ein milljón Líbana er á flótta. Arabar segja enn einu sinni að þeir hætti ekki fyrr en árásum síonista á Gaza linni. Þeir vilja ekki frið Nú hefur það komið vel í ljós að síonistar í Ísrael vilja ekki frið. Þeir leika fórnarlambið en hafa þó öll ráð svæðisins í hendi sér; geta ekki um frjálst höfuð strokið. Fyrst voru þeir fórnarlamb Hamas, réttilega í byrjun, en 12 mánaða „vörn“ þeirra var súrrealísk manndrápsorgía. Þeir lögðu svæðið í rúst og Alþjóðadómstóllinn í Haag er að fjalla um hugsanlega tilraun þeirra til þjóðarmorðs á Gaza. Nú eru þeir byrjaðir að leggja Líbanon í rúst. Allt er þetta nánast í beinni útsendingu. Þeir eru búnir að senda Írönum þau skilaboð að hinn langi armur Ísraels muni ná til allra sem reyni að gera þeim skráveifu. Tilfellið er að með vopnasendingum Bandaríkjanna er Ísrael langt á undan þessum svokölluðu hryðuverkasamtökum í hernaðargetu. Enda er það Ísrael sem fremur mestu hryðjuverkin. Lítum á skilgreiningu á hryðjuverki: ódæðisverk, manndráp, limlesting. Og þegar við bætist þessi skilningur: ódæðisverk sem beinist gegn almennum borgurum, þá er það nokkuð borðleggjandi hverjir fremja mestu hryðjuverkin. Hefnd út yfir gröf og dauða Ísrael hefur drepið tugi þúsunda á Gaza, 1000 manns á Vesturbakkanum og hundruð, bráðum þúsundir í Líbanon. Alltaf segjast þeir vera að skjóta á Hamas og Hezbollah. En að drepa öll þessi börn og konur og almenning getur ekki talist annað en hryðjuverk, stríðsglæpur. Svo eyðileggja þeir heilu göturnar á Vesturbakkanum með jarðýtum, drepa þar og handtaka fólk að næturþeli, fara jafnvel með skurðgröfur á grafreiti fólksins og róta moldinni ofan af hinum látnu. Það lærðu þeir af nazistum eins og fleira. Meira en 10 þúsund Palestínumenn sitja nú í fangelsum síonista. Og Biden sem er með frið á vörum í hverri ræðu, er eini Bandaríkjaforsetinn fram að þessu, sem hefur ekki sett síonistum nein mörk. Nú gleðjast þeir allir yfir morðinu á Hassan Nasrallah og fleiri leiðtogum Hezbollah. Það er ekkert minnst á að það er alþjóðlegt bann við að nota svona öflugar djúpsprengjur inni í íbúðahverfum. Nú er Kaninn ekkert lengur að tala um allan þann almenning sem fellur í slíkri árás. Nei, ekkert er minnst á það lengur að fara þurfi varlega, drepa færri konur og börn. Ísrael gerir ekkert rangt, hefur aldrei gert og mun aldrei gera neitt rangt, að mati Kanans. Síonistar vilja stríð Það hefur margsinnis komið fram að þjóðarmorðið á Gaza er undirrót hinna tiltölulega máttlausu árása araba á fullkomið varnarkerfið sem Kaninn hefur komið upp yfir Ísrael, járnhvelfinguna, „The Iron dome“, eins og þeir kalla það. Nú síðast gerðu Íranir mikla árás á Ísrael en öll skeyti þeirra voru skotin niður. Íranir áttu harma að hefna eftir röð árása síonista innan og utan Írans. Þyngst vegur þó morðið á Nasralla og Hanyieh sem var pólitískur leiðtogi Hamas og aðalsamningamaður. Hann skutu þeir niður innan Írans! Þegar allt kemur til alls er málið þó svo einfalt að ef síonistar hættu að drepa börn konur og almenning á Gaza, myndi árásum araba á Ísrael linna. Arabar þurfa að vísu tryggingu fyrir því að komið verði á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hana vilja síonistar ekki gefa. Þeir vilja ekkert slíkt ríki. Það átti að verða til með samningunum sem kenndir eru við Osló. Ofstækismaðurinn sem drap Rabín forsætisráðherra Ísraels er af sama meiði og þeir sem nú fara með stjórn Ísraels, menn eins og Smotrich og Ben-Gvir: Allt hægri sinnaðir trúarofstækismenn. Enda eru þetta ráðherrarnir sem ásamt Bíbí sjálfum vilja ekki semja um frið. Þessir menn halda að hægt sé að slökkva frelsisneistann með sprengjum. Þeir vilja vera í stríði við nágranna sína. Útrýma Hamas, útrýma Hezbollah. En þar sem báðar þessar hreyfingar tengjast trú araba, verður þeim ekki útrýmt. Ekki er hægt að útrýma hugmyndafræði, hún mun alltaf skjóta upp kollinum, sama hvursu marga fylgismenn hennar þú drepur. Og allir vita hvað verður um Bíbí ef samið verður um frið. Þessir menn vilja halda áfram stríðinu. Þeir trúa því að hægt sé að koma á friði með sprengjum. Að hafa friðinn Eina leiðin fyrir þetta fólk er að semja um frið. Þarna verður óbyggilegt meðan stríð geisar. Nú hafa tugir þúsunda Ísraelsmanna flúið heimili sín vegna ótta við Hezbollah og hálf til ein milljón Líbana er á flótta og hrakhólum. Að ekki sé talað um ástandið á Gaza þar sem allt er í rúst. Síonistar eru nú að uppskera ávexti áratuga hernáms, morða og innrása. Hezbollah samtökin voru stofnuð í kjölfar innrásar Ísraels í Líbanon 1982 og Hamas í fyrstu Intifada uppreisn Palestínumanna sem hófst í desember 1987. Þannig eru síonistar nú að glíma við samtök sem voru beinlínis stofnuð þeim til höfuðs vegna hernaðar þeirra og áratuga hernáms Palestínu. Þeir segjast vilja frið, því laug Bíbí að Sameinuðu þjóðunum um daginn. Hann vill ekki frið, hefur staðið gegn friði frá upphafi þjóðarmorðsins á Gaza. Þessir menn og ísraelska þjóðin mun ekki upplifa frið fyrr en hernáminu lýkur og Palestína verður sjálfstætt ríki. Núna eru þeir með sprengingum og morðum að efla þau samtök sem þeir berjast gegn og framleiða ný sem munu berjast gegn síonistum með kjafti og klóm þar til frelsi Palestínu verður að veruleika. Þessar endurteknu árásir með bandarískum þungavopnum eru eins og olía á eldinn sem logar í brjósti hinna kúguðu. Því munu sprengjur ekki breyta, hversu djúpt sem þær grafa sig. Eftirmáli Samkvæmt fréttum í dag (2.10.) eru síonistar að íhuga árásir á kjarnorkuver í Íran eftir stórfellda árás Írana í gær. Allar þeirra hátt í 200 flaugar voru að vísu skotnar niður af hinum langa USArmi Ísraels. Morð þeirra á Gaza hafa aukist. Um 100 féllu í dag. Heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út sem fyrr. Við spyrjum að leikslokum. Höfundur er tónlistarmaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun