Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 11:31 Á myndinni má sjá áhrif rafmagnstruflana í gær. Rarik Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“ Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“
Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira