Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 11:00 Miller verður ekki ákærður vegna málsins en er farinn í leikbann. Bryan M. Bennett/Getty Images Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira
Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira