Gerir óþægilegt samtal auðveldara Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 08:46 Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna. Samsett Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi. Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi.
Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira