Sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 08:38 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir sprengingarnar í morgun. Vísir/EPA Engan sakað í sprengingum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í nótt. Vopnaðir lögreglumenn gættu sendiráðsins eftir sprengingarnar á meðan rannsakendur leituðu að sönnunargögnum á vettvangi. Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters. Danmörk Ísrael Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters.
Danmörk Ísrael Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira