Uppsagnir hjá ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 10:30 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að áætlað sé að aðgerðirnar spari um 300 milljónir á ári. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk. Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk.
Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira