Tveggja milljarða gjaldþrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 14:46 Ingvar Jónadab átti heildverslunina Karl K. Karlsson áður en hann varð gjaldþrota. Karl K. Karlsson Skiptum er nú lokið á þrotabúi Ingvars Jónadabs Karlssonar, sem rak heildverslunina Karl K. Karlsson um árabil, tíu árum eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota. 18,7 prósent fengust upp í ríflega tveggja milljarða króna lýstar kröfur. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag segir að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 27. febrúar 2014 hafi bú Ingvars Jónadabs verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum á búinu hafi verið lokið þann 15. júlí 2024. Upp í kröfur samkvæmt 113. grein laga um gjaldþrotaskipti og fleira hafi greiðst tæplega 389 milljónir króna eða sem samsvarar 18,7 prósentum. Lýstar kröfur samkvæmt greininni voru tæplega 2,1 milljarður króna. Tók við stöndugri heildsölu af föður sínum Ingvar Jónadab var umsvifamikill athafnamaður á árunum fyrir bankahrun en er þekktastur fyrir að hafa rekið heildsöluna Karl K. Karlsson lengi. Faðir hans, Karl K. Karlsson, stofnaði fyrirtækið árið 1946. Félagið varð andlag málaferla eftir að Ingvar Jónadab var úrskurðaður gjaldþrota. Í frétt DV frá árinu 2016 segir að ráðstöfun Ingvars Jónadabs á hinum ýmsu eignum til eiginkonu hans hafi verið rift með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 23 félög undir Ingvar Jónadab hefði afsalað eignum sem samanstóðu af hlutum eða öllu hlutafé í 23 einkahluta- eða hlutafélögum, tveimur íbúðum í London, fjórum fasteignum hér á landi og þremur bifreiðum. Meðal félaganna var heildverslunin. Eiginkonu hans var gert að skila þrotabúinu öllum eignunum og að greiða búinu allt að 200 milljónir króna til að mæta afföllum á eignasafninu. Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag segir að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 27. febrúar 2014 hafi bú Ingvars Jónadabs verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum á búinu hafi verið lokið þann 15. júlí 2024. Upp í kröfur samkvæmt 113. grein laga um gjaldþrotaskipti og fleira hafi greiðst tæplega 389 milljónir króna eða sem samsvarar 18,7 prósentum. Lýstar kröfur samkvæmt greininni voru tæplega 2,1 milljarður króna. Tók við stöndugri heildsölu af föður sínum Ingvar Jónadab var umsvifamikill athafnamaður á árunum fyrir bankahrun en er þekktastur fyrir að hafa rekið heildsöluna Karl K. Karlsson lengi. Faðir hans, Karl K. Karlsson, stofnaði fyrirtækið árið 1946. Félagið varð andlag málaferla eftir að Ingvar Jónadab var úrskurðaður gjaldþrota. Í frétt DV frá árinu 2016 segir að ráðstöfun Ingvars Jónadabs á hinum ýmsu eignum til eiginkonu hans hafi verið rift með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 23 félög undir Ingvar Jónadab hefði afsalað eignum sem samanstóðu af hlutum eða öllu hlutafé í 23 einkahluta- eða hlutafélögum, tveimur íbúðum í London, fjórum fasteignum hér á landi og þremur bifreiðum. Meðal félaganna var heildverslunin. Eiginkonu hans var gert að skila þrotabúinu öllum eignunum og að greiða búinu allt að 200 milljónir króna til að mæta afföllum á eignasafninu.
Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira