Mjúkt vald Íslands út um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 12:14 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ávarpaði samkomu 140 ræðismanna Íslands í Grósku í morgun. Stöð 2/Einar Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. Það segir sig sjálft að Ísland hefur ekki ráð á að hafa sendiráð í öllum ríkjum heims. Auk 26 sendiskrifstofa í tuttugu og tveimur ríkjum, og fulltrúa fastanefnda nýtur Ísland þjónustu 230 kjörræðismanna víðs vegar um heim. Þeim er boðið til Íslands á fimm ára fresti til skrafs og ráðagerða og nú eru 140 þeirra mættir til Reykjavíkur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ræðismennina algerlega ómissandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að njóta liðsinnis 230 ræðismanna víðs vegar um heiminn.Stöð 2/Einar „Og í raun alls ekki hægt að setja verðmiða á það. Þetta er fólk út um allan heim sem sinnir þessum störfum í sjálboðastarfi. Sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem erum ekki með sendiráð út um allt ólíkt sérstaklega stærri ríkjum. Þau aðstoða við alls konar mál sem koma upp. Eru síðan að vinna að því að tala máli Íslands. Koma á viðskiptasamböndum og tala fyrir því sem Ísland stendur fyrir og þau tækifæri sem við höfum upp á að bjóða. Þannig að þetta er algerlega stórkostlegur hópur og skiptir okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Til að verða ræðismaður þurfi fólk að hafa einhver tengsl við Ísland og vera fjárhagslega sjálfstætt. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur. Ræðismennirnir hefðu allir eitthvað fram að færa sem gagnist í aðstoð við Íslendinga. „Við erum með undir þrjátíu þrjátíu sendiráð þannig að það er hægt að ímynda sér umfangið og hvar við náum þá sambandi. Bæði eins og ég segi þegar mál koma upp, en ekki síður til að tala máli Íslands. Tengja maður á mann, fólk úr þeirra landi við Íslendinga og svo framvegis. Upp úr þessu hafa sprottið ýmis konar viðskiptatækifæri líka. Það er mikið mjúkt vald sem fylgir þessari starfsemi,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í Grósku í morgun í upphafi tveggja daga heimsóknar þeirra til Íslands. Í kvöldfréttum heyrum við meðal annars í einum ræðismanna Íslands í Úkraínu. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Það segir sig sjálft að Ísland hefur ekki ráð á að hafa sendiráð í öllum ríkjum heims. Auk 26 sendiskrifstofa í tuttugu og tveimur ríkjum, og fulltrúa fastanefnda nýtur Ísland þjónustu 230 kjörræðismanna víðs vegar um heim. Þeim er boðið til Íslands á fimm ára fresti til skrafs og ráðagerða og nú eru 140 þeirra mættir til Reykjavíkur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ræðismennina algerlega ómissandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að njóta liðsinnis 230 ræðismanna víðs vegar um heiminn.Stöð 2/Einar „Og í raun alls ekki hægt að setja verðmiða á það. Þetta er fólk út um allan heim sem sinnir þessum störfum í sjálboðastarfi. Sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem erum ekki með sendiráð út um allt ólíkt sérstaklega stærri ríkjum. Þau aðstoða við alls konar mál sem koma upp. Eru síðan að vinna að því að tala máli Íslands. Koma á viðskiptasamböndum og tala fyrir því sem Ísland stendur fyrir og þau tækifæri sem við höfum upp á að bjóða. Þannig að þetta er algerlega stórkostlegur hópur og skiptir okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Til að verða ræðismaður þurfi fólk að hafa einhver tengsl við Ísland og vera fjárhagslega sjálfstætt. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur. Ræðismennirnir hefðu allir eitthvað fram að færa sem gagnist í aðstoð við Íslendinga. „Við erum með undir þrjátíu þrjátíu sendiráð þannig að það er hægt að ímynda sér umfangið og hvar við náum þá sambandi. Bæði eins og ég segi þegar mál koma upp, en ekki síður til að tala máli Íslands. Tengja maður á mann, fólk úr þeirra landi við Íslendinga og svo framvegis. Upp úr þessu hafa sprottið ýmis konar viðskiptatækifæri líka. Það er mikið mjúkt vald sem fylgir þessari starfsemi,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í Grósku í morgun í upphafi tveggja daga heimsóknar þeirra til Íslands. Í kvöldfréttum heyrum við meðal annars í einum ræðismanna Íslands í Úkraínu.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50
Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30
Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32