Við athugun reyndist um að ræða pappaspjöld vafinn í plastpoka, sem skráningarnúmer hafði verið krotað á. Ökumaðurinn reyndist einnig án ökuréttinda og er grunaður um akstur undir áhrifum vímugjafa.
Lögreglu barst einnig tilkynning um ökumann sem var sagður aka gegn akstursstefnu í póstnúmerinu 104 og hafa ekið yfir á rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og þá reyndust of margir farþegar í bifreiðinni.
Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni vaktarinnar var tilkynnt um tvö innbrot á veitingahús í miðborginni en engar frekari upplýsingar fylgja um málin.
Þá tilkynnti húsráðandi sem var að koma heim úr fríi erlendis um innbrot á heimili sitt í póstnúmerinu 220.
Lögregla kom einnig til aðstoðar þegar tilkynnt var um einstakling sem neitaði að yfirgefa anddyri hótels í miðborginni og um annan sem neitaði að greiða fyrir far með leigubíl.
Þá var tilkynnt um einstakling að stela dósum úr gám og um krakka að reykja kannabis í Hafnarfirði en í hvorugu tilviki fundust viðkomandi.