„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 19:49 Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, skoraði og fiskaði vítaspyrnu í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013. „Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum. KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
„Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum.
KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira