Knatthús á versta stað í Borgarnesi? Sólveig Ólafsdóttir skrifar 29. september 2024 10:32 Mig langar að vekja athygli á því sem nú er í bígerð á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Stefnt er að því að reisa 16 metra hátt knatthús á fallegum útsýnisstað sem jafnframt er aðalútivistarsvæði bæjarins og liggur að grunnskólalóðinni. Þessari framkvæmd fylgir að körfuboltavelli og leiksvæði barna, sem nú liggur haganlega á milli skólans og íþróttahússins, á að breyta í stórt bílaplan og umferð að knatthúsinu mun fara í gegnum svæðið og eftir núverandi göngustíg sem er mikið notaður meðal barna og fullorðinna, heimamanna og ferðamanna. Umferðaröryggi er ógnað, mikilvægt útivistarsvæði er í hættu auk þess sem umhverfisáhrif yrðu mikil og neikvæð. Þessari er grein er ætlað að koma á framfæri sjónarmiði mínu og að ég tel margra annarra. Borgarnes er fallegur bær, byggður á löngu og mjóu nesi, og er elsti hluti bæjarins vestast á þessu nesi. Í þeim bæjarhluta er jafnframt að finna grunnskólann, tónlistarskólann, safnahúsið og ýmsa menningarstarfsemi. Þar liggur líka hið gullfallega íþróttasvæði og sundlaugin, nátengd skólanum á öruggan og vel útfærðan máta. Börnin geta gengið niður steyptan stiga beinustu leið frá skólanum niður á íþróttasvæðið í öruggri fjarlægð frá umferð. Stígur meðfram íþróttasvæðinu leiðir börnin á hinn fræga Bjössaróló og hægt er að halda áfram eftir stígnum alla leið að Englendingavík og lengra ef vill. Þessa sömu staði heimsækja langflestir gestir bæjarins og ganga margir hverjir þessa fallegu leið sem liggur m.a. undir klettunum meðfram íþróttavellinum. Fyrirhugað útlit og staðsetning knatthúss (ath inn á myndina vantar bílaplön og akveg að húsinu). Mynd frá Verkfræðistofunni Eflu. Allir sem þekkja svæðið eru sammála um hvað það er yndislegt og öruggt umhverfi þar sem hægt er að njóta útivistar (eða kyrrðar) með fjölskyldu eða vinum. Margir sem eiga leið um svæðið koma við á hoppubelgnum eða körfuboltavellinum, sem jafnframt eru mikið notaðir af skólakrökkum, reyndar bæði á skólatíma og utan hans. Skallagrímsgarður er vel tengdur við svæðið, aðeins þarf að fara yfir eina rólega götu á gangbraut. Inni í garðinum er gott skjól og skemmtilegt að skoða mismunandi gróður, gosbrunninn og fuglana sem þar halda sig. Þetta yndislega og friðsæla útivistarsvæði, sem margir nota daglega, bæði börn og fullorðnir, heimafólk og gestir, er því miður að fara að breytast allverulega til hins verra ef skipulagsáætlanir sveitarstjórnar verða að veruleika. Sem dæmi, má gera má ráð fyrir að landsmótið sem haldið var með miklum sóma um síðastliðna verslunarmannahelgi hafi verið síðasta landsmótið sem haldið er með þessu sniði á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Það segir sig sjálft ef fólk skoðar skipulagstillöguna og hugsar alla leið. Miklar líkur eru á að sá aðili sem hannaði skipulagið þekki svæðið og nýtinguna á því alls ekki neitt. Mér finnst mjög skiljanlegt að þeir sem stunda fótbolta eða frjálsar íþróttir séu orðnir óþreyjufullir að fá almennilega æfingaaðstöðu. Þeir sem stunda aðrar íþróttir eða heimsækja sundlaugina eru líka orðnir mjög óþreyjufullir að fá aðstöðuna bætta í íþróttahúsinu. Þetta er gömul tugga sem hefur víst farið marga hringi hjá mörgum sveitarstjórnum án niðurstöðu um hvernig þessu skuli háttað. En svo allt í einu virðist nú vera komin niðurstaða, án þess að vakin væri sérstök athygli á því við íbúa og notendur svæðisins - hvað þá að þeir væru hafðir með í ráðum. Sú staðsetning á knatthúsi sem nú er til umræðu, sem hafði áður verið afskrifuð vegna óhentugleika og þrengsla, er vægast sagt umdeild, auk þeirrar staðreyndar að hefja á byggingu þess áður en ráðist er í stækkun íþróttahússins - framkvæmd sem nýtist miklu fleirum en knatthúsið. Þegar íbúar vöknuðu margir hverjir upp við vondan draum nú í sumar, áttuðu sig á hvernig stæði til að breyta íþróttasvæðinu og hversu langt þau áform virðast vera komin án þess að hafa verið kynnt að neinu ráði eða leitað samráðs við íbúa, þá var orðið fullseint að ætla að bregðast við með einhverjum hætti. Ég er reyndar ein þeirra sem skrifaði umsögn/athugasemd við tillöguna, sem þá var á vinnslustigi, í byrjun júní. Það hefðu eflaust fleiri íbúar skrifað ef þeir hefðu vitað af málinu. Það var í raun algjör tilviljun að ég rakst á þessa deiliskipulagstillögu og hafði ráðrúm til að íhuga málið, skrifa texta og senda inn athugasemd. Venjulegt fólk er annars ekki að lesa sér til um skipulagsmál í sumarleyfinu. Flestir voru eflaust á þessum tíma uppteknir við að hugsa um skólaútskriftir, forsetakosningar, fótboltamót og útilegur þegar þessi áform voru loksins kynnt eftir ansi laumulegan aðdraganda leyfi ég mér að segja. Hefði ekki verið eðlilegt að kynna tillöguna mun betur fyrir íbúum og notendum svæðisins miklu fyrr í ferlinu, hátt í einu ári fyrr jafnvel? Það hefði t.d. mátt hengja upp veggspjöld í íþróttahúsinu, skólanum og víðar þegar komin voru drög að útfærslum, til að reyna að ná til breiðari hóps, fjalla um málið á heimasíðu sveitarfélagsins, halda íbúafundi og íbúakosningu svo hægt væri að þróa verkefnið í sátt. En ekki var haft neitt samráð og verkefnið keyrt áfram án þess að mögulegt væri fyrir almenning að fylgjast almennilega með, ekki einu sinni með því að lesa fundargerðir byggingarnefndar því þær innihalda mjög takmarkaðar upplýsingar. Ég hef heyrt að það hafi síðan birst auglýsing um skipulagstillöguna í Bændablaðinu, sem fór fram hjá flestum. Haldið var opið hús um miðjan júní síðastliðinn, en þá virtist þegar búið að taka ákvörðun og ekki var verið að kynna neitt annað en knatthúsið og staðsetningu þess. Ekki voru þar nein gögn um stækkun íþróttahússins eins og margir héldu að yrðu einnig kynnt. Þegar allt er tekið með í reikninginn (þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna röskunar á sjaldgæfri vistgerð/leirum, hækkun á varnargörðunum vegna mögulegra sjávarflóða, breikkun á núverandi göngustíg til að breyta honum í akveg, lagning nýrra göngustíga o.fl.) er þá ekki einfaldara og hagkvæmara að byggja knatthúsið annars staðar þar sem meira pláss er til staðar? Meira pláss til aðgengis, framtíðarstækkunar, bílastæðanna sem fylgja, aðkomu neyðarbifreiða o.s.frv. Ekki er yfirlit yfir mat á umhverfisáhrifum í greinargerð skipulagsins neitt til að hrópa húrra fyrir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fáir matsflokkar eru grænir með jákvætt mat. Ég vil einnig vekja sérstaka athygli á athugasemdum slökkviliðsstjóra og Umhverfisstofnunar þar sem bent er á ýmsa vankanta við núverandi áætlanir, hvað varðar öryggi, aðgengi og náttúruvernd. Ekki er mat á umhverfisáhrifum neitt til að hrópa húrra fyrir. Grænt merkir jákvæð áhrif, rauðbrúnt merkir neikvæð áhrif, gult merkir áhrif háð útfærslu og blátt táknar óvissu um áhrif. Mynd úr greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Nokkrar hugleiðingar: Er forsvaranlegt að búa til slysagildrur með aukinni umferð við skóla-/íþróttasvæðið og þannig jafnframt stórskaða útivistarsvæði allra íbúa og gesta bæjarins til þess að geta staðsett knatthús á uppfyllingunni fyrir utan Skallagrímsvöll? Eru íbúar og notendur svæðisins sáttir við að breyta eigi leiksvæði og frístundasvæði skólabarna í stórt bílaplan fyrir þetta nýja knatthús? Nógu mörg bílastæði þurfa að bætast við þegar íþróttahúsið verður stækkað. Er almenn sátt um að gjörbreyta ásýnd og útsýni þessa fallega útivistarsvæðis til framtíðar til þess að byggja þar hús sem nýtist mjög litlum hluta íbúa? Er mikilvægara að drífa þessa framkvæmd í gegn heldur en að leitast við að vernda viðkvæm en mikilvæg fuglasvæði og vistkerfi (leirurnar, sem njóta sérstakrar verndar skv. lögum)? Stenst skipulagsferlið skoðun m.t.t. til auglýsinga- og kynningarmála? Er sanngjarnt að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir sem rýra mjög notagildi og öryggi eins mikilvægasta svæðis bæjarins til að fá bara 'einhverja aðstöðu' eins og oft hefur verið talað um? Er ekki betra að vanda sig og hugsa til framtíðar? Framtíðar uppbyggingarsvæði bæjarins er ofar í bænum, svo ætti ekki að byggja slíkt hús þar? Að kasta til hendinni í svona stórum málum er bara alls ekki boðlegt. Íbúar hljóta að mega hafa eitthvað um það að segja í hvað skattféð er notað. Ég veit að margir eru mér sammála en treysta sér ekki til að skrifa undir eigin nafni. Fólk virðist jafnframt efast um að á það verði hlustað. Ég ákvað að skrifa þessa grein í nafni mínu og minnar fjölskyldu þar sem við notum þetta svæði mjög mikið allan ársins hring. Mér finnst mikilvægt að koma þessu sjónarmiði á framfæri í þeirri von að deiliskipulagstillagan verði endurskoðuð og fallið verði frá því að byggja knatthúsið á þessu svæði. Vonandi verða þessi skrif til þess að opna augu almennings - og sveitarstjórnar. Höfundur er íbúi í eldri hluta Borgarness, náttúrufræðingur og nátturuunnandi en fyrst og fremst áhyggjufull móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Mig langar að vekja athygli á því sem nú er í bígerð á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Stefnt er að því að reisa 16 metra hátt knatthús á fallegum útsýnisstað sem jafnframt er aðalútivistarsvæði bæjarins og liggur að grunnskólalóðinni. Þessari framkvæmd fylgir að körfuboltavelli og leiksvæði barna, sem nú liggur haganlega á milli skólans og íþróttahússins, á að breyta í stórt bílaplan og umferð að knatthúsinu mun fara í gegnum svæðið og eftir núverandi göngustíg sem er mikið notaður meðal barna og fullorðinna, heimamanna og ferðamanna. Umferðaröryggi er ógnað, mikilvægt útivistarsvæði er í hættu auk þess sem umhverfisáhrif yrðu mikil og neikvæð. Þessari er grein er ætlað að koma á framfæri sjónarmiði mínu og að ég tel margra annarra. Borgarnes er fallegur bær, byggður á löngu og mjóu nesi, og er elsti hluti bæjarins vestast á þessu nesi. Í þeim bæjarhluta er jafnframt að finna grunnskólann, tónlistarskólann, safnahúsið og ýmsa menningarstarfsemi. Þar liggur líka hið gullfallega íþróttasvæði og sundlaugin, nátengd skólanum á öruggan og vel útfærðan máta. Börnin geta gengið niður steyptan stiga beinustu leið frá skólanum niður á íþróttasvæðið í öruggri fjarlægð frá umferð. Stígur meðfram íþróttasvæðinu leiðir börnin á hinn fræga Bjössaróló og hægt er að halda áfram eftir stígnum alla leið að Englendingavík og lengra ef vill. Þessa sömu staði heimsækja langflestir gestir bæjarins og ganga margir hverjir þessa fallegu leið sem liggur m.a. undir klettunum meðfram íþróttavellinum. Fyrirhugað útlit og staðsetning knatthúss (ath inn á myndina vantar bílaplön og akveg að húsinu). Mynd frá Verkfræðistofunni Eflu. Allir sem þekkja svæðið eru sammála um hvað það er yndislegt og öruggt umhverfi þar sem hægt er að njóta útivistar (eða kyrrðar) með fjölskyldu eða vinum. Margir sem eiga leið um svæðið koma við á hoppubelgnum eða körfuboltavellinum, sem jafnframt eru mikið notaðir af skólakrökkum, reyndar bæði á skólatíma og utan hans. Skallagrímsgarður er vel tengdur við svæðið, aðeins þarf að fara yfir eina rólega götu á gangbraut. Inni í garðinum er gott skjól og skemmtilegt að skoða mismunandi gróður, gosbrunninn og fuglana sem þar halda sig. Þetta yndislega og friðsæla útivistarsvæði, sem margir nota daglega, bæði börn og fullorðnir, heimafólk og gestir, er því miður að fara að breytast allverulega til hins verra ef skipulagsáætlanir sveitarstjórnar verða að veruleika. Sem dæmi, má gera má ráð fyrir að landsmótið sem haldið var með miklum sóma um síðastliðna verslunarmannahelgi hafi verið síðasta landsmótið sem haldið er með þessu sniði á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Það segir sig sjálft ef fólk skoðar skipulagstillöguna og hugsar alla leið. Miklar líkur eru á að sá aðili sem hannaði skipulagið þekki svæðið og nýtinguna á því alls ekki neitt. Mér finnst mjög skiljanlegt að þeir sem stunda fótbolta eða frjálsar íþróttir séu orðnir óþreyjufullir að fá almennilega æfingaaðstöðu. Þeir sem stunda aðrar íþróttir eða heimsækja sundlaugina eru líka orðnir mjög óþreyjufullir að fá aðstöðuna bætta í íþróttahúsinu. Þetta er gömul tugga sem hefur víst farið marga hringi hjá mörgum sveitarstjórnum án niðurstöðu um hvernig þessu skuli háttað. En svo allt í einu virðist nú vera komin niðurstaða, án þess að vakin væri sérstök athygli á því við íbúa og notendur svæðisins - hvað þá að þeir væru hafðir með í ráðum. Sú staðsetning á knatthúsi sem nú er til umræðu, sem hafði áður verið afskrifuð vegna óhentugleika og þrengsla, er vægast sagt umdeild, auk þeirrar staðreyndar að hefja á byggingu þess áður en ráðist er í stækkun íþróttahússins - framkvæmd sem nýtist miklu fleirum en knatthúsið. Þegar íbúar vöknuðu margir hverjir upp við vondan draum nú í sumar, áttuðu sig á hvernig stæði til að breyta íþróttasvæðinu og hversu langt þau áform virðast vera komin án þess að hafa verið kynnt að neinu ráði eða leitað samráðs við íbúa, þá var orðið fullseint að ætla að bregðast við með einhverjum hætti. Ég er reyndar ein þeirra sem skrifaði umsögn/athugasemd við tillöguna, sem þá var á vinnslustigi, í byrjun júní. Það hefðu eflaust fleiri íbúar skrifað ef þeir hefðu vitað af málinu. Það var í raun algjör tilviljun að ég rakst á þessa deiliskipulagstillögu og hafði ráðrúm til að íhuga málið, skrifa texta og senda inn athugasemd. Venjulegt fólk er annars ekki að lesa sér til um skipulagsmál í sumarleyfinu. Flestir voru eflaust á þessum tíma uppteknir við að hugsa um skólaútskriftir, forsetakosningar, fótboltamót og útilegur þegar þessi áform voru loksins kynnt eftir ansi laumulegan aðdraganda leyfi ég mér að segja. Hefði ekki verið eðlilegt að kynna tillöguna mun betur fyrir íbúum og notendum svæðisins miklu fyrr í ferlinu, hátt í einu ári fyrr jafnvel? Það hefði t.d. mátt hengja upp veggspjöld í íþróttahúsinu, skólanum og víðar þegar komin voru drög að útfærslum, til að reyna að ná til breiðari hóps, fjalla um málið á heimasíðu sveitarfélagsins, halda íbúafundi og íbúakosningu svo hægt væri að þróa verkefnið í sátt. En ekki var haft neitt samráð og verkefnið keyrt áfram án þess að mögulegt væri fyrir almenning að fylgjast almennilega með, ekki einu sinni með því að lesa fundargerðir byggingarnefndar því þær innihalda mjög takmarkaðar upplýsingar. Ég hef heyrt að það hafi síðan birst auglýsing um skipulagstillöguna í Bændablaðinu, sem fór fram hjá flestum. Haldið var opið hús um miðjan júní síðastliðinn, en þá virtist þegar búið að taka ákvörðun og ekki var verið að kynna neitt annað en knatthúsið og staðsetningu þess. Ekki voru þar nein gögn um stækkun íþróttahússins eins og margir héldu að yrðu einnig kynnt. Þegar allt er tekið með í reikninginn (þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna röskunar á sjaldgæfri vistgerð/leirum, hækkun á varnargörðunum vegna mögulegra sjávarflóða, breikkun á núverandi göngustíg til að breyta honum í akveg, lagning nýrra göngustíga o.fl.) er þá ekki einfaldara og hagkvæmara að byggja knatthúsið annars staðar þar sem meira pláss er til staðar? Meira pláss til aðgengis, framtíðarstækkunar, bílastæðanna sem fylgja, aðkomu neyðarbifreiða o.s.frv. Ekki er yfirlit yfir mat á umhverfisáhrifum í greinargerð skipulagsins neitt til að hrópa húrra fyrir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fáir matsflokkar eru grænir með jákvætt mat. Ég vil einnig vekja sérstaka athygli á athugasemdum slökkviliðsstjóra og Umhverfisstofnunar þar sem bent er á ýmsa vankanta við núverandi áætlanir, hvað varðar öryggi, aðgengi og náttúruvernd. Ekki er mat á umhverfisáhrifum neitt til að hrópa húrra fyrir. Grænt merkir jákvæð áhrif, rauðbrúnt merkir neikvæð áhrif, gult merkir áhrif háð útfærslu og blátt táknar óvissu um áhrif. Mynd úr greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Nokkrar hugleiðingar: Er forsvaranlegt að búa til slysagildrur með aukinni umferð við skóla-/íþróttasvæðið og þannig jafnframt stórskaða útivistarsvæði allra íbúa og gesta bæjarins til þess að geta staðsett knatthús á uppfyllingunni fyrir utan Skallagrímsvöll? Eru íbúar og notendur svæðisins sáttir við að breyta eigi leiksvæði og frístundasvæði skólabarna í stórt bílaplan fyrir þetta nýja knatthús? Nógu mörg bílastæði þurfa að bætast við þegar íþróttahúsið verður stækkað. Er almenn sátt um að gjörbreyta ásýnd og útsýni þessa fallega útivistarsvæðis til framtíðar til þess að byggja þar hús sem nýtist mjög litlum hluta íbúa? Er mikilvægara að drífa þessa framkvæmd í gegn heldur en að leitast við að vernda viðkvæm en mikilvæg fuglasvæði og vistkerfi (leirurnar, sem njóta sérstakrar verndar skv. lögum)? Stenst skipulagsferlið skoðun m.t.t. til auglýsinga- og kynningarmála? Er sanngjarnt að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir sem rýra mjög notagildi og öryggi eins mikilvægasta svæðis bæjarins til að fá bara 'einhverja aðstöðu' eins og oft hefur verið talað um? Er ekki betra að vanda sig og hugsa til framtíðar? Framtíðar uppbyggingarsvæði bæjarins er ofar í bænum, svo ætti ekki að byggja slíkt hús þar? Að kasta til hendinni í svona stórum málum er bara alls ekki boðlegt. Íbúar hljóta að mega hafa eitthvað um það að segja í hvað skattféð er notað. Ég veit að margir eru mér sammála en treysta sér ekki til að skrifa undir eigin nafni. Fólk virðist jafnframt efast um að á það verði hlustað. Ég ákvað að skrifa þessa grein í nafni mínu og minnar fjölskyldu þar sem við notum þetta svæði mjög mikið allan ársins hring. Mér finnst mikilvægt að koma þessu sjónarmiði á framfæri í þeirri von að deiliskipulagstillagan verði endurskoðuð og fallið verði frá því að byggja knatthúsið á þessu svæði. Vonandi verða þessi skrif til þess að opna augu almennings - og sveitarstjórnar. Höfundur er íbúi í eldri hluta Borgarness, náttúrufræðingur og nátturuunnandi en fyrst og fremst áhyggjufull móðir.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun