Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Dagur Bjarnason yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöðinni. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig. Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig.
Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira