Evrópusambandið er í vanda Þórður Birgisson skrifar 28. september 2024 18:31 Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar